Ný ábreiða frá Rakel og Arnari – 58 ára gamall smellur frá ElvisRakel Pálsdóttir og Arnar Jónsson halda áfram að setja skemmtilegar „ábreiður“ af þekktum lögum út á veraldarvefinn.

Nýjasta afurð þeirra er „Cant help falling in love“ og má hlusta á lagið hér fyrir neðan.

„Can’t Help Falling in Love“ var samið árið 1961 og var sungið af hinum eina sanna Elvis Presley á plötunni Blue Hawaii. Höfundar lagsins eru Hugo Peretti, Luigi Creatore og George David Weiss.

Rakel á ættir að rekja á Akranes, hefur látið mikið að sér kveða á tónlistarsviðinu á undanförnum misserum.

Rakel hefur m.a. tekið þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins og vakið þar athygli.

Rakel hefur m.a. sungið með Arnari Jónssyni.

Það samstarf er svo sannarlega að virka eins og sjá má á þessum myndböndum sem þau hafa sett saman og birt á fésbókarsíðu sinni.

Ættartréð:
Foreldrar hennar eru Páll Halldór Sigvaldason og Unnur Sigurðardóttir.
Rakel á einn bróðir en hann heitir Flosi Pálsson.

Hér má sjá myndbönd við lögin sem Rakel og Arnar hafa flutt í Söngvakeppninni á undanförnum árum.

 

http://localhost:8888/skagafrettir/2017/02/03/skagakonan-rakel-fer-a-kostum-i-songvakeppni-sjonvarpsins/

http://localhost:8888/skagafrettir/2018/02/07/myndband-rakel-syngur-lagid-til-min-i-songvakeppninni/

 

AuglýsingAuglýsing