Skagafréttir ehf. í hópi þriggja nýrra fjölmiðla á lista Fjölmiðlanefndar



Þrír fjölmiðlar hafa tilkynnt starfsemi sína til fjölmiðlanefndar á síðustu vikum en þetta kemur fram á vef Fjömiðlanefndar. Skagafréttir ehf. er einn af þessum fjölmiðlum. Flugufréttir og Túristi eru einnig á þessum lista.

Fjölmiðlanefnd tók til starfa 1. september 2011. Fjölmiðlanefnd er sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem annast eftirlit samkvæmt lögum um fjölmiðla nr. 38/2011 og daglega stjórnsýslu á því sviði sem lögin ná til. Þá annast fjölmiðlanefnd þau hlutverk sem henni eru falin í öðrum lögum. 

Skagafréttir, sem er í eigu Skagafrétta ehf. Nánari upplýsingar um eignarhald Skagafrétta  er að finna hér. Í lýsingu á ritstjórnarstefnu segir: Vefmiðill sem flytur jákvæðar fréttir af því helsta á Akranesi og af Skagamönnum nær og fjær.

Flugufréttir, sem er í eigu Flugufrétta ehf. Nánari upplýsingar um eignarhald Flugufrétta er að finna hér. Í lýsingu á ritstjórnarstefnu segir: Fréttir og frásagnir af stangveiði með áherslu á fluguveiði, ásamt vikulegu fréttabréfi með fréttum og frásögnum af stangveiði, fluguhnýtingum o.fl. sem tengist stangveiðum. 

Túristi, sem er í eigu Kristjáns Sigurjónssonar. Nánari upplýsingar um Túrista er að finna hér. Í lýsingu á ritstjórnarstefnu segir: Fréttir og greinar sem tengjast ferðalögum Íslendinga út í heim og íslenskri ferðaþjónustu.

Reikningur Skagafrétta ehf.

552-26-11875
440219-0550

Margir lesendur hafa sett sig í samband við skagafrettir.is og óskað eftir því að efla fréttavefinn með fjárhagslegum stuðningi.

Með þeim hætti vilja lesendur efla starfsemina enn frekar og fjölga jákvæðum fréttum frá Akranesi.

Öll framlög fara í að efla starfsemi Skagafrétta og auka þar með fréttaþjónustuna.

Upphæðirnar skipta ekki öllu máli, stuðningur ykkar gefur okkur meiri kraft að gera enn betur en áður.

Þú getur haft áhrif – taktu þátt og fjölgaðu jákvæðum Skagafréttum

Auglýsing



Auglýsing