Stærsti febrúarmánuður frá upphafi á skagafrettir.isSíðasti dagur febrúarmánaðar 2019 var fjórði stærsti dagurinn í rúmlega tveggja ára sögu skagafrettir.is.

Alls komu 3.260 inn á skagafrettir.is í gær. Metdagurinn er 14. janúar 2019 en þá komu 4.120 notendur inn á vefinn.

Á fyrstu tveimur mánuðum ársins 2019 hafa skagafrettir.is átt fjóra +3000 daga sem er met.

Janúar 2019 var metmánuður og sá stærsti í sögunni, með 22.380 notendur og
febrúar 2019 er sá næst stærsti með 17.387 notendur.

Allt þetta kemur fram á myndunum hér fyrir neðan sem eru skjáskot úr Google Analytic gögnum um heimsóknarfjölda á skagafrettir.is.

Reikningur Skagafrétta ehf.

552-26-11875
440219-0550

Margir lesendur hafa sett sig í samband við skagafrettir.is og óskað eftir því að efla fréttavefinn með fjárhagslegum stuðningi.

Með þeim hætti vilja lesendur efla starfsemina enn frekar og fjölga jákvæðum fréttum frá Akranesi.

Öll framlög fara í að efla starfsemi Skagafrétta og auka þar með fréttaþjónustuna.

Upphæðirnar skipta ekki öllu máli, stuðningur ykkar gefur okkur meiri kraft að gera enn betur en áður.

Þú getur haft áhrif – taktu þátt og fjölgaðu jákvæðum Skagafréttum

 

 

http://localhost:8888/skagafrettir/2019/01/10/pistill-eru-margir-ad-lesa-frettirnar-a-skagafrettir-is/

 

AuglýsingAuglýsing