Matthías fékk silfur á alþjóðlegu keilumóti í Danmörku



Matthías Leó Sigurðsson hefur á undanförnum misserum vakið athygli fyrir frábæran árangur í keiluíþróttinni.

Matthías tók þátt um liðna helgi á alþjóðlegu móti í Danmörku. Þar náði Skagamaðurinn ungi öðru sæti en hann lék til úrslita gegn heimamanninum Tobias Kastfelt Bryde.

Matthías er 12 ára gamall og er lengst til hægri á myndinni en sem tekin var á keppnisstaðnum.

Mótið heitir Köge Youth Masters og fór það fram í Köge í Danmörku.

Nánar hér. 

 

 

Auglýsing



Auglýsing