Breytingar verða gerðar á opnunartíma þjónustuvers bæjarskrifstofunnar frá og með 18. mars 2019.
Bæjarráð Akraness samþykkti tillögu þess efnis þann 27. febrúar s.l.
Frá og með 18. mars verður opnunartími í þjónustuveri frá 9-15 mánud. – fimmtud. en á föstudögum verður opið til 14.00. Aðalbreyting er sú að opið verður í hádeginu og einnig verður þjónustuverið opnað hálftíma fyrr en áður.
Um tilraunverkefni er að ræða sem verður endurmetið í lok ársins 2019.
Nánari upplýsingar eru í þessum hlekk:
Auglýsing
Auglýsing