Fálki við Innstavogsnesið hápunkturinn í fuglaskoðunarferð FVANýverið fóru fram Opnir dagar í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi.

Margir viðburðir voru á dagskrá og hið hefðbundna skólastarf lagt til hliðar. Einn vinsælasti viðburðurinn var fuglaskoðunarferð og komust færri að en vildu.

Fuglaskoðunardagurinn fór fram í prýðisveðri eins og fram kemur í þessari frétt á vef FVA.

Alls sáust 23 mismunandi fuglategundir, þar á meðal æður, álft, hávella, rauðhöfðaönd

og þjóðarfugl Færeyinga, tjaldurinn, lét sig ekki vanta.

Nemendurnir höfðu því í nógu að snúast við að skrá og mynda þær tegundir sem urðu fyrir sjónum.

Að þeirra sögn var hápunktur ferðarinnar þó að fylgjast með fálka sem hélt sig á Innstavogsnesi.


Æður.

AuglýsingAuglýsing