Óbreytt öryggi i göngunum – tilkynning frá Vegagerðinni„Öryggismál í Hvalfjarðargöngum eftir að gjaldtöku í göngum var hætt hafa verið í góðu standi þrátt fyrir að vakt við annan gangamunnann hafi verið aflögð,“ segir í tilkynningu á heimasíðu Vegagerðarinnar.

Fréttin er mjög ítarleg og þar kemur einnig fram að göngin hafa verið þrifin mun oftar eftir að Vegagerðin tók við rekstrinum. Lýsing og notkun blásara hefur ekkert breyst. Vegagerðin mun fylgjast vel með mengun og mistri í göngunum, betur og meira en gert hefur verið hingað til.

Fréttina má lesa í heild sinni hér:

Þann 12. febrúar varð árekstur í Hvalfjarðargöngum. Töluverð umræða hefur verið um slysið og ástæður þess og jafnfram ástand almennt í göngunum – þar með talið eftirlit Vegagerðarinnar.  Í fréttinni er farið yfir helstu atriðin sem snúa að öryggismálum í Hvalfjarðargöngunum.

Fréttina má lesa í heild sinni hér:

AuglýsingAuglýsing