Skagamenn leika til undanúrslita í Lengjubikar karla í knattspyrnu eftir 2-0 sigur liðsins í gær gegn Grindvík í Akraneshöllinni.
Þetta var fjórð sigurleikur ÍA í röð í þessari keppni. Mörkin voru skoruð í síðari hálfleik og má sjá þau hér fyrir neðan.
ÍA TV sýndi leikinn beint í gær og er hægt að sjá útsendinguna neðst í þessar frétt.
Albert Hafsteinsson skoraði fyrra markið á 72. mínútu eftir stoðsendingu frá Halli Flosasyni.
Sex mínútum síðar skoraði Gonzalo Zamorano fyrir ÍA eftir stoðsendingu frá hinum 15 ára gamla Hákoni Haraldssyni. Zamorano kom inná sem varamaður eftir 8 mínútur vegna meiðsla Viktors Jónssonar.
1-0 @albert_hafst #fotboltinet pic.twitter.com/Y5b7i6EJen
— ÍATV (@ia_sjonvarp) March 9, 2019
2-0 @Gonza_zam9 #fotboltinet pic.twitter.com/1ez2M35WcJ
— ÍATV (@ia_sjonvarp) March 9, 2019
Auglýsing
Auglýsing