Bæjarstjórinn lagði allt undir fyrir skipulags- og umhverfissvið AkranessÍ hvað fara krónurnar okkar er yfirskriftin á kynningarmyndböndum sem Akraneskaupstaður hefur látið útbúa.

Í þessum myndböndum er fjárhagsáætlun kaupstaðarins fyrir árið 2019 kynnt en sami háttur var hafður á fyrir ári síðan.

Myndböndin veita upplýsingar um einstaka málaflokka innan stjórnsýslunnar.

Annað myndbandið til kynningar er um skipulags- og umhverfissvið fyrir árið 2019:

Muninn kvikmyndagerð ehf. sá um framleiðslu efnisins og Margrét Blöndal sem talar inn á myndböndin ásamt Sævari Frey Þráinssyni bæjarstjóra.

Þess má geta að Sævar Freyr lagði allt undir þegar hann talaði inn á þetta myndband – eins og sjá má hér fyrir neðan.
Veðrið var afar óvenjulegt á Akranesi þegar þetta innslag var tekið.

AuglýsingAuglýsing