Soffía gaf „afmælispeninginn“ til krabbameinsfélagsinsSkagakonan Soffía Þórðardóttir fagnaði 70 ára afmæli sínu nýlega.

Hún afþakkaði gjafir en var með söfnunarkassa fyrir frjáls framlög. Söfnuðust alls 208.500 kr.

Á myndinni er Sólveig Ásta Gautadóttir formaður Krabbameinsfeálgs Akraness og Soffía Þórðardóttir.

Soffía ákvað að styrkja Krabbameinafélag Akraness og heiðra þannig minningu föður síns Þórðar Jónssonar og systur sinnar Agnesar Sigrúnar Þórðardóttur sem bæði létust úr krabbameini með sextán daga millibili í janúar 1991.

Soffía afhenti stjórn Krabbameinsfélags Akranes ágóðann um daginn.

Í tilkynningu frá stjórn Krabbameinsfélagsins er Soffíu þakkað kærlega fyrir hugulsemina og stuðninginn.

Styrkurinn mu nýtast vel í komandi verkefni félagsins.

 

AuglýsingAuglýsing