Taktu 21. mars frá – stefnt að því að fella strompinn á þeim degiStefnt er að því að fella Sementsstrompinn fimmtudaginn 21. mars 2019.

Þetta kom fram á fundi bæjarstjórnar Akraness í dag.

Dagsetningin gæti breyst og verða næstu dagar í þessari viku notaðir til þess að meta stöðuna.

Eins og áður hefur komið fram á skagafrettir.is er það verktakinn Work North ehf. sem rífur strompinn.

Danskir sprengjusérfræðingar frá fyrirtækinu Dansk Sprængnings Service verða í aðalhlutverki í þessu verkefni sem kostar um 26 milljónir kr.

Fyrst verður efri hluti hans felldur með sprengihleðslu sem sett verður í strompinn í um 25 metra hæð.

Strompurinn er um 70 metra hár. Fjórum sekúndum eftir að fyrri sprengihleðslan hefur sprungið verður sú síðari sett í gang við rætur strompsins.

Nokk­ur hús sem eru staðsett al­veg við stromp­inn verða rýmd í ör­ygg­is­skyni.

Dansk Sprængnings Service mun veita sérfræðiaðstoð,

skipuleggja fellingu strompsins og stýra framkvæmd við fellingu.

Þann 20. desember síðastliðinn var verksamningur undirritaður milli Akraneskaupstaðar og Work North ehf. um niðurrif sementsstrompsins.

Work North er núverandi verktaki við niðurrif sementsverksmiðjunnar. Næstu vikur verða notaðar í undirbúning að fellingu strompsins og er stefnt að niðurfellingu hans á tímabilinu 1. febrúar til 15. mars 2019.

Hér má sjá verkefni sem danska fyrirtækið tók að sér í heimalandinu.

Á síðastliðnu ári var leitað álits hjá íbúum Akraness um framtíð sementsstrompsins.

Niðurstaða kosningarinnar var afgerandi en alls bárust 1095 atkvæði sem skiptust þannig að 94,25% (1032 íbúar) kusu að strompurinn skyldi verða felldur og 5,75% (63 íbúar) kusu að strompurinn ætti að standa áfram.

 

AuglýsingAuglýsinghttp://localhost:8888/skagafrettir/2019/03/08/nidurrif-strompsins-er-byrjad-sjadu-myndbandid/

AuglýsingAuglýsing