Inga María brýtur ísinn hjá Samfés sem verkefnastjóri



Inga María Hjartardóttir hefur verið ráðin sem verkefnastjóri Samfés, en hún er fyrst til að gegna þessari stöðu.

Í tilkynningu frá samtökunum segir að Inga María hafi víðtæka reynslu af verkefna- og viðburðastjórnun, bæði frá heimabæ sínum Akranesi, sem og frá Los Angeles þar sem hún vann meðal annars hjá umboðsskrifstofu Diplo og Dillon Francis.

Inga vann einnig sem verkefna- og tónlistarstjóri fyrir tónlistarhöfundinn Mark Isham.

Áður hefur hún starfað sem skrifstofustjóri, samfélagsmiðla ráðgjafi, einkakennari í tónlist og fimleikaþjálfari.

Inga María hefur lokið B.Mus. gráðu í tónlistarviðskiptafræði með hæstu einkunn frá einum virtasta tónlistarháskóla í heimi, Berklee College of Music í Boston.

Ættartréð:
Inga María Hjartardóttir, er fædd árið 1994 á Akranesi.
Foreldrar hennar eru Sigríður Indriðadóttir og Hjörtur Hróðmarsson.
Systur Ingu Maríu eru þær Silla Rún Hjartardóttir og Mirra Björt Hjartardóttir.

Auglýsing



Auglýsing