Skrautfjaðrir Akraness í bakgrunni í auglýsingum hjá alþjóðlegu fyrirtæki



Frá árinu 1999 hefur Alrún framleitt skartgripi með bandrúnum. Alrún er fjölskyldufyrirtæki með sterka tengingu á Akranes.

Fyrirtækið er í eigu þeirra Jóns Bjarna Baldurssonar og Melanie Adams.  Jón Bjarni er fæddur og uppalinn á Akranesi en hann fæddur árið 1968.

Nýverið hóf Alrún framleiðslu á teppum úr íslenskri ull skreyttum munstrum unnum út frá rúnunum þeirra.

„Ég vinn aðallega með bandrúnir,“ segir Jón Bjarni í viðtali við mbl.is.  „Ég fór í háskólanám í Kanada og rannsakaði tákn og fór að hanna mínar eigin rúnir,“ útskýrir Jón Bjarni sem fór í kjölfarið að hanna hálsmen og armbönd með rúnatáknunum.

Hann byrjaði á því að rannsaka hvaða meiningu fólk vildi hafa um hálsinn og hvað því fyndist um táknin sjálf án þess að vita hvað þau þýddu. Eftir að hafa valið 12 tákn sem hann vildi nota fór hann að gera nokkrar útgáfur af hálsmenum. Vörur Alrúnar nutu mikilla vinsælda á erlendri grundu og eru nú seldar í tæplega hundrað verslunum í tíu löndum.

Fyrirtækið hefur notað Akranes og nærsveitir sem bakgrunn í auglýsingaherferðum. Myndband frá því ferðalagi má sjá hér fyrir neðan.

Nánari upplýsingar í netversluninni alrun.is 

Auglýsing



Auglýsing