Skagamaðurinn Jón Þór Hauksson fær að upplifa nýja menningu með íslenska kvennalandsliðinu í apríl.
Jón Þór er þjálfari liðsins sem leikur tvo vináttuleiki gegn Suður-Kóreu ytra í apríl.
Leikirnir fara báðir fram í nágrenni höfuðborgar landsins, Seoul. dagana 6. og 9. apríl.
Íslenskt landslið hefur aðeins einu sinni áður mætt Suður-Kóreu, en það var árið 2014 í undanúrslitum á Ólympíuleikum æskunnar. Liðin gerðu þar 1-1 jafntefli, en Suður-Kóreumenn höfðu betur í vítaspyrnukeppni og mættu Perú í úrslitaleik. Ísland lék gegn Grænhöfðaeyjum um 3. sætið í mótinu og vann 4-0 sigur.