Ragnar Leósson í raðir KáraKári hefur fengið góðan liðsstyrk í 2. deildinni í sumar í knattspyrnu karla. Skagamaðurinn Ragnar Leósson hefur ákveðið að leika með liðinu en hann kemur frá ÍA. Þetta kemur fram á fotbolti.net.

Ragnar er 27 ára gamall og hefur komið víða við á ferlinum en hann lék með ÍA í Inkasso-deildinni í fyrra. Hann var árið þar á undan lykilmaður í liði Leiknis í Reykjavík.

Ragnar hefur einnig spilað með ÍBV, HK og Fjölni. Ragnar á að baki sextán leiki fyrir yngri landslið Íslands.

AuglýsingAuglýsing