Við hvern var Ágústa að tala í göngutúr Landmælinga Íslands?



Það var góð mæting í gær þegar starfsfólk Landmælinga Íslands bauð gestum í göngutúr um Akranes.

Verkefnið var hluti af vetrarhátíð Írskra daga sem hófust í gær fimmtudag.

Guðni Hannesson og Rannveig L. Benediktsdóttir fóru fyrir hópnum sem var vel skipaður eins og sjá má á þessari mynd sem tekin var í gær.

Guðni og Rannveig fengu margar spurningar frá hópnum á meðan gengið var frá íþróttahúsinu við Vesturgötu meðfram strandlengjunni og niður að Akranesvita.

Ef myndin prentast vel má sjá að Ágústa Friðriksdóttir, sem er lengst til vinstri á myndinni, var mjög upptekin í símanum á meðan smellt var af. Stóra spurningin er, við hvern var Ágústa að tala?, og hvaða mál var svona brýnt að það gat ekki beðið? Vann hún í Lottóinu eða var hún að panta sér ferð til Tenerife á elleftu stundu?
Það er ljóst að þessi göngutúr skilur eftir sig fleiri spurningar en svör.

Uppfært: Ágústa var að sjálfsögðu að ræða við eiginmann sinn Elvar Elíasson, sjómann, sem var langt úti á hafi að afla tekna fyrir þjóðarbúið.

Auglýsing



Auglýsing