Jón Orri ber sig vel eftir alvarleg meiðsli – fór úr ökklalið í körfuboltaleik„Staðan er bara fín núna. Gifsið fer bara í taugarnar á mér. Það var fínt að bíða með alvarlegu meiðslin þangað til maður er „hættur“ í boltanum.

En þetta fór nú allt saman eins vel og hægt var. Nánast ekkert brotið en einhverjar beinflísar á flakki um liðinn,“ segir Skagamaðurinn Jón Orri Kristjánsson sem slasaðist alvarlega í körfuboltaleik á dögunum í 2. deild Íslandsmótsins.

Jón Orri lagði skóna á hilluna s.l. vor þegar hann lék með ÍA í 1. deildinni en örlögin gripu í taumana þegar hann mætti á vinafund með fyrrum félögum sínum í KR í leik gegn ÍA.

Eins og sjá má á myndunum fór Jón Orri úr ökklalið en hann var þá nýkomin inná og var í sinni fyrstu sókn með KR

Ég sleit reyndar öll liðböndin í ökklanum en þetta er bara eitthvað drasl sem ég er hættur að nota, Eina vesenið er að þetta er neðri parturinn af ökklaliðnum sem fór úr lið. Það er víst voða sjaldgæft þannig að þeir vita svo illa hvað þeir eiga að gera við þetta. Ég er með „glerökkla“ og ég lenti skakkt á honum og hann beyglaðist bara undan mér,“ bætti Jón Orri við í samtali við skagafrettir.is

Framhaldið er óljóst en Jón Orri er í gifsi og eftir um þrjár vikur kemur í ljós hvernig staðan er á kappanum þegar hann fer í sneiðmyndatöku.

Hér fyrir neðan eru myndir sem segja allt sem segja þarf. Jón Orri gaf Skagafréttum góðfúslegt leyfi til að birta þessar myndir.

AuglýsingAuglýsing