Skagamenn áberandi í árshátíðarmyndbandi Securitas



Árshátíðarmyndband Securitas á Íslandi hefur vakið athygli á undanförnum dögum á samfélagsmiðlum.

Lagið „Okkar vakt lýkur ei“ er þrælgott enda kemur það úr smiðju hljómsveitarinnar Hjálmar.

Myndbandið var sett saman í tilefni 40 ára afmælis fyrirtækisins.

Skagamenn koma mikið við sögu í þessu myndbandi.

Forstjórinn Securitas er Skagamaðurinn Ómar Svavarsson sem er fæddur árið 1969 og stundaði nám hér á Akranesi og útskrifaðist Ómar úr FVA árið 1989.

Kvikmyndagerðarmaðurinn fjölhæfi, Kristinn Gauti Gunnarsson frá Akranesi, vann að þessu myndbandi með mörgum öðrum.

Auglýsing



Auglýsing