Á hvaða tíma dagsins 21. mars verður strompurinn sprengdur?



Sementsstrompurinn verður felldur fimmtudaginn 21. mars eins og áður hefur komið fram á skagafrettir.is.

Nákvæm tímasetning hefur ekki verið gefin út enn sem komið er.

Danskir sprengjusérfræðingar taka ákvörðun um hvenær sprengingarnar fara fram.

Samkvæmt heimildum Skagafrétta er líklegast að farið verði í framkvæmdina á bilinu 12-13 fimmtudaginn 21. mars.

Það er verktakinn Work North ehf. sem sér um verkefnið að fella strompinn.

Danskir sprengjusérfræðingar frá fyrirtækinu Dansk Sprængnings Service verða í aðalhlutverki í þessu verkefni sem kostar um 26 milljónir kr.

Fyrst verður efri hluti hans felldur með sprengihleðslu sem sett verður í strompinn í um 25 metra hæð.

Strompurinn er um 70 metra hár. Fjórum sekúndum eftir að fyrri sprengihleðslan hefur sprungið verður sú síðari sett í gang við rætur strompsins.

Nokk­ur hús sem eru staðsett al­veg við stromp­inn verða rýmd í ör­ygg­is­skyni.

Auglýsing



Auglýsing