Bjarnheiður leiðir öfluga stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar„Ég hlakka til að takast á við áskoranir og skemmtileg verkefni með þessum öfluga hópi,“ segir Skagakonan Bjarnheiður Hallsdóttir sem mun leiða nýskipaða stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar sem formaður.

Bjarnheiður hefur starfað við ferðaþjónustu í þrjá áratugi en hún er stofnandi og framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Katla DMI ehf.

Aðalfundur SAF fór fram á Húsavík og er ný stjórn SAF þannig skipuð:
Frá vinstri: Jakob E. Jakobsson frá Jómfrúnni, Ólöf Einarsdóttir frá Mountaineers, Ingibjörg Ólafsdóttir frá Hótel Sögu, Björn Ragnarsson frá Kynnisferðum Ásdís Ýr Pétursdóttir frá Icelandair Group og Ívar Ingimarsson frá Óseyri.

Það er töluverð fótboltatenging í nýrri stjórn SAF. Ólöf Einarsdóttir er móðir Eiðs Smára Guðjohnsen og Ívar Ingimarsson er fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu og landsliðsmaður til margra ára.

AuglýsingAuglýsing