„Á KKÍ þinginu í gær var mér komið vel á óvart þegar Hafsteinn Pálsson stjórnarmaður ÍSÍ nældi í mig gullmerkí ÍSÍ. Svo sannarlega þakklæti og heiður að fá gullmerkið, takk kærlega fyrir mig stjórn ÍSÍ,“ skrifar Skagamaðurinn Hannes Sigurbjörn Jónsson formaður Körfuknattleikssambands Íslands á fésbókarsíðu sína.
Hannes er búsettur á Akranesi en eiginkona hans er Skagakonan Bergþóra Sigurjónsdóttir.
Hannes er hér til vinstri og Hafsteinn Pálsson stjórnarmaður ÍSÍ sem nældi gullmerkinu í Hannes.
Auglýsing
Auglýsing