Söngkeppni Framhaldsskólanna fer fram í Bíóhöllinni í aprílSöngkeppni Framhaldsskólanna 2019 fer fram í hinu sögufræga menningarhúsi Bíóhöllinni á Akranesi laugardaginn 13. apríl.

Keppnin fór fram á Akranesi fyrir ári síðan þegar Vinir Hallarinnar redduðu málunum á síðustu stundu þegar allt stefndi í að keppnin færi ekki fram.

Árið 2017 féll þessi keppni niður og var það í fyrsta sinn frá árinu 1990 þar sem Söngkeppni Framhaldsskólanna fór ekki fram.

Menntaskólinn á Akureyri sigraði í fyrra þegar keppnin fór fram í íþróttahúsinu við Vesturgötu.

Sýnt verður beint frá keppninni á RÚV kl. 20:55 laugardaginn 13. aprí.

Fyrr um daginn eða kl. 14:30 verða fjölskyldutónleikar.

Fyrirkomulag er svipað og í fyrra, hver skóli fær tvær mínútur og þrjátíu sekúndur til að slá í gegn og er það í höndum dómnefndar og þjóðarinnar með símakostningu að segja til um sigurvegara.

http://localhost:8888/skagafrettir/2018/04/15/vinir-hallarinnar-reddudu-songkeppni-framhaldsskolanna/

AuglýsingAuglýsing