Jón Gísli skoraði og lagði upp í 2-1 sigri Íslands – Oliver fyrirliðiFjórir leikmenn úr röðum ÍA eru í U-17 ára landsliði karla sem hóf keppni í dag í milliriðli undankeppni EM.

Skagamaðurinn Jón Gísli Eyland Gíslason skoraði fyrir Íslands í 2-1 sigri liðsins gegn Slóveníu. Jón Gísli, sem gekk í raðir ÍA frá Tindastóli í vetur, lagði upp fyrra mark Íslands sem Davíð Snær Jóhannsson skoraði.

Oliver Stefánsson var fyrirliði Íslands og Ísak Bergmann Jóhannesson var einnig í byrjunarliði Íslands en þeir leika báðir með Norrköping í Svíþjóð.

Í aftari röð er Jón Gísli nr. 6 á myndinni, Oliver er nr. 4 og Ísak Bergmann er nr. 8 fyrir miðju í neðri röð.

Hákon Arnar Haraldsson, sem leikur með ÍA, líkt og Jón Gísli var í hópnum í dag en kom ekki við sögu.

Með sigr­in­um fór Ísland upp í topp­sæti riðils­ins þar sem heima­menn í Þýskalandi og Hvíta-Rúss­land skildu jöfn fyrr í dag, 1:1.

Kefl­vík­ing­ur­inn Davíð Snær Jó­hanns­son skoraði fyrra mark Íslands strax á átt­undu mín­útu eft­ir und­ir­bún­ing hjá Jóni Gísla Ey­land Gísla­syni, sem gekk í raðir ÍA frá Tinda­stóli um ára­mót­in.

Efsta lið riðils­ins fer í loka­keppni EM í Dublin í maí.

Ísland mæt­ir Þýskalandi í öðrum leik sín­um á föstu­dag­inn og er hægt að fylgjast með leiknum í beinni á vef knattspyrnusambands Þýskalands.

AuglýsingAuglýsing