Lögðu á sig 15.000 km. ferðalag til þess að skoða Akranesvita



Ferðamenn halda áfram að koma á Akranes þrátt fyrir að blikur séu í lofti í þeirri atvinnugrein.

Hilmar Sigvaldason, starfsmaður í Akranesvita, tekur á móti mörg þúsund gestum víðsvegar að úr heiminum á hverju ári.

Nýverið kom stór hópur af ferðamönnum á vegum Iceland Travel í Akranesvita – en þessi hópur hafði ferðast alla leið frá Singapúr til þess að heimsækja Ísland.

Til gamans má geta þess að það Singpúr er í rúmlega 15.000 km fjarlægð frá Akranesi.

Það tæki um 2720 klukkustundir að ganga þá vegalengd ef einhver hefur áhuga á því eða 113 sólarhringa.

Auglýsing



Auglýsing