Sturlaugur hefur safnað yfir milljón kr. til góðra verka í gegnum CharityShirts„Ég á margar skemmtilegar minningar af Akranesi. Á náttúrulega fjölskyldu þaðan í gegnum ættina hennar mömmu. Ég var mjög oft hjá Ömmu Rannveigu á Vesturgötunni sem barn og er því með sterka taugar til Akraness,“ segir hinn 28 ára gamli Sturlaugur Haraldsson sem er upphafsmaðurinn á bak við verkefnið CharityShirts.

„Hugmyndin að þessu kviknaði hjá mér fyrir löngu en ég hef unnið með kollega mínum Ivan Elí Du Teitssyni að tveimur snallsímaforritum sem við bjuggum til.

Sturlaugur er hér til vinstri ásamt Ivan Elí

CharityShirts virkar þannig að við fáum áritaða treyju hjá atvinnumönnum og konum setjum þær á lottó í tvær vikur. Við leyfum þeim sem á treyjuna að velja góðgerðarmál og er það umbunin þeirra að gefa okkur treyjuna sína. Við drögum svo út í Facebook Live.

Treyjur hafa oftast verið á uppboðum á karla eða kvenna kvöldum hjá íþróttarfélögum eða til góðgerðarmála þar sem hæsta boð í treyju vinnur. Sem er bara flott mál og set ég ekki út á það. Með þessu geta í raun allir tekið þátt og eiga allir jafna möguleika að vinna treyjuna sem er á lottói. Auðvitað meiri eða minni hversu marga miða þú kaupir en allir eiga möguleika.

Sturlaugur er eins og nafn hans gefur til kynna með sterka tengingu á Skagann. Móðir Sturlaugs, Helga Sturlaugsdóttir, er fædd á Akranesi, og ættartréð er því risastórt hjá Sturlaugi á Akranesi.

Afi og amma Sturlaugs voru þau Rannveig Böðvarsson og Sturlaugur Haraldsson. Rannveig lést árið 2005 og Sturlaugur lést langt fyrir aldur fram árið 1976. Systkini Helgu eru Mattea Kristín, Haraldur, Sveinn, Rannveig, Sturlaugur og Ingunn Helga.

„Ég spilaði að sjálfsögðu fótbolta með frændum mínum og þar var Merkurtúnið aðalvöllurinn. Þar var alltaf líf og fjör. Ég æfði líka með ÍA af og til. Ég ber því sterkar taugar til ÍA og ég hlakka til að fylgjast með liðinu í Pepsi Max deildinni. Akranes skipar stóran sess hjá mér.“

Um þessar mundir er treyja frá Skagamanninum Tryggva Hrafni Haraldssyni í boði á vefnum og vonast Sturlaugur til þess að sem flestir geti tekið þátt í því að styðja við bakið á góðu málefni.

„Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt og gefandi verkefni og höfum við núna safnað yfir 1.025.000 kr til styrktar góðgerðarmála. Sem við erum virkilega ánægðir með en höfum að sjálfsögðu fengið mjög góða hjálp frá góðu fólki hjá góðgerðarfélögum, leikmönnum, íþróttafélögum, fréttamiðlum og einstaklingum.

Treyjan hans Tryggva Hrafns er á lottói hjá okkur núna til styrktar Minningarsjóðs Einars Darra og kostar 1000kr eins og vanalega. Hafa þær sem sjá um Minningarsjóð Einars Darra mjög hjálplegar og er ég búinn að gefa okkur varning sem við ætlum að gefa fleiri gjafir með treyjuni. Ásamt að sjálfsögðu Tryggva Hrafni sem gaf okkur treyjuna og ákvað að styrkja þetta góða málefni,“ segir Sturlaugur Haraldsson við skagafrettir.is.

Hægt er að kaupa sér miða hér, 1000 kr miðinn:

https://charityshirts.is/

AuglýsingAuglýsing