Flott myndband frá fellingu strompsins eftir Þórarinn JónssonÞað voru margir sem skráðu söguna á Akranesi í gær þegar strompurinn í Sementsreitnum var felldur.

Einn þeirra var Skagamaðurinn Þórarinn Jónsson en hann setti saman þetta myndband eftir gærdaginn.

Þórarinn var einnig að safna efni fyrir skagafrettir.is en stór hópur áhugafólks um drónaflug og myndatöku lagði hönd á plóginn í því verkefni.

Á næstunni verður birt myndband sem Kristinn Gauti Gunnarsson mun setja saman úr öllu því efni sem er til á lager frá Skagafréttahópnum.

AuglýsingAuglýsing