Arnór gaf „landsliðslaunin“ í Minningarsjóð Einars Darra„Mér finnst mikilægt að styðja við það góða starf sem verið er að vinna“ segir Arnór Sigurðs en hann styður við bakið á Minningarsjóði Einars Darra af myndarbrag.

Arnór, sem leikur með A-landsliði karla, fær greitt fyrir að taka þátt í landsliðsverkefnum KSÍ og lét hann þær greiðslur sem hann fékk úr síðasta landsliðsverkefni renna í sjóðinn.

Arnór er atvinnumaður hjá CSKA Moskvu í Rússlandi.  Samkvæmt frétt á RÚV fá leikmenn í A-landsliði karla – og kvenna um 300.000 kr. fyrir sigurleik og 100.000 kr. fyrir jafntefli.

Á fésbókarsíðu Minningarsjóðs Einars Darra segir að stuðningur Arnórs sé virkilega dýrmætur.

Þúsund kærleiks þakkir fyrir ómetanlegan stuðning elsku yndislegi Arnór Sigurðsson ❤️💕❤️Stuðningurinn frá þér er okkur virkilega dýrmætur ❤️ #egabaraeittlif

AuglýsingAuglýsing