Breiðarsvæðið fær 35 milljóna kr. styrk til uppbyggingar„Með þessari styrkveitingu verður uppbyggingu á Breið nánast lokið og hefði hún verið mun hægari ef ekki væri fyrir framkvæmdasjóð ferðamannastaða, þakklæti er því okkur efst í huga,“ sagði Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri í dag þegar greint var frá því að Breiðarsvæðið fengi 35 milljóna kr. styrk úr  Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða.

Skagakonan Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, tilkynnti þetta í dag.

Vitarnir á Breið, Akranesviti og Gamli vitinn, eru meðal helstu kennileita Akraness og hefur tekist með uppbyggingu síðustu ára að skapa mikla sérstöðu á Íslandi í ferðaþjónustu með því að opna Akranesvita fyrir almenningi og frá árinu 2012 hafa um 65 þúsund manns heimsótt svæðið.

Styrkurinn er veittur til að leggja nýtt yfirboðsefni á svæðinu, sbr. grasstein, steinalögn, stakkstæði og torf. Jarðvegsskipta þarf að hluta svæðinu og hækka til samræmis við umhverfið.

Um er að ræða áframhaldandi uppbyggingu á fjölsóttasta ferðamannastað Akurnesinga á Breiðinni. Verkefnið er hluti af heildstæðri hönnun og skipulagi.

Sjá nánar á vef Akraneskaupstaðar:

AuglýsingAuglýsing