Góður árangur í boðsundskeppni grunnskólanna



Sundíþróttin hefur í gegnum tíðina verið eitt af flaggskipum Akraness á íþróttasviðinu.

Grunnskólanemendur á Akranesi héldu uppi merkjum bæjarfélagsins með glæsibrag í árlegri boðsundskeppni grunnskólanna sem fram fór í Laugardalslaug.

Þar tóku um 650 keppendur þátt frá 42 skólum.

Keppt var í tveimur aldursflokkum; 5. – 7. bekk og 8. – 10. bekk.

Sveit Grundaskóla náði öðru sæti í 5.-7. bekk og sveit Brekkubæjarskóla komst í úrslit og endaði í 7. sæti í þessum aldursflokki.

Í eldri flokknum, 8.-10. bekk komst sveit Brekkubæjarskóla í úrslit og endaði þar í 5. sæti. Sveit Grundaskóla endaði í 13. sæti.

Auglýsing



Auglýsing