Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri fékk á dögunum heimsókn á Bæjarskrifstofuna frá hópi 8-9 ára barna.
Á þeim fundi var bæjarstjórinn spurður spjörunum úr og í kjölfar heimsóknarinnar vaknaði sú hugmynd að gefa frístundaheimili fyrir krakka í 3.-4. bekk sterkara nafn.
Börnin sem nýta sér þjónustu frístundaheimilisins og starfsfólk efndu til hugmyndasamkeppni um nýtt nafn – og komu mörg nöfn til greina.
Krakkadalur er nýtt nafn á frístundaheimilinu fyrir börn í 3. – 4. bekk
Sævar Freyr tilkynnti krökkunum um nýja nafnið í heimsókn sinni í frístundarheimilið og var mikið fagnað þegar bæjarstjórinn greindi frá niðurstöðunni.
Krakkadalur rímar vel við hið þekkta nafn Arnardalur sem hefur fylgt félagsmiðstöð unglinga á Akranesi frá því að sú aðstaða var opnuð.
Í Þorpinu er :
Hvíta húsið ungmennahús fyrir 16-25 ára.
Arnardalur – Félagsmiðstöð fyrir unglinga 13-16 ára.
Krakkadalur= Frístundaheimili fyrir 3.og 4.bekk.
Nánar er greint frá þessu á vef Akraneskaupstaðar.
Auglýsing
Auglýsing