Sjóvá flytur í annað húsnæði á Akranesi„Við bjóðum viðskiptavini okkar velkomna á nýjum stað á mánudaginn í næstu viku,“ segir Haraldur Ingólfsson útibússtjóri tryggingafélagsins Sjóvá á Akranesi við Skagafréttir.

Útibúið opnar á nýjum stað á Þjóðbraut 1 á mánudaginn en það er í sama húsi og Landsbankinn er.

„Sjóvá er að styrkja grundvöll útibúsins með flutningnum. Þetta felur í sér hagræðingu, meira öryggi fyrir okkur starfsfólkið og félagslegi þátturinn fyrir okkur eflist,“ bætir Haraldur við.

AuglýsingAuglýsing