Dagar Kútter Sigurfara brátt á enda – áhugasamir geta eignast skipiðKútter Sigurfari verður fjarlægður og fargað ef ekki tekst að finna áhugasama aðila sem vilja eignast skipið. Þetta kemur fram á ályktun bæjarráðs Akraness.

„Með þeim rannsóknum sem framkvæmdar voru telur bæjarfélagið sig hafa sinnt rannsóknum á gripnum með fullnægjandi hætti. Með niðurstöðum rannsóknanna og þeirri staðreynd að ekki er um skráðan safngrip að ræða óskar bæjarráð Akraness hér með eftir heimild Minjastofnunar Íslands til förgunar á kútter Sigurfara sem stendur á svæði Byggðasafnsins í Görðum Akranesi. Áður en til förgunar kemur yrði áhugasömum aðilum gefinn kostur á að eignast skipið en ef ekki næst samkomulag um slíkt yrði skipinu fargað,“ segir í bréfi sem bæjarráð Akraness hefur sent til Minjastofnunnar.

Með bréfinu er óskað eftir leyfi til þess að farga kútter Sigurfara.

Smelltu hér til að lesa bréfið í heild sinni:

„Með þeim rannsóknum sem framkvæmdar voru telur Akraneskaupstaður sig hafa sinnt rannsóknum á kútter Sigurfara með fullnægjandi hætti en m.a. var haldið alþjóðlegt málþing og ítarleg rannsókn framkvæmd. Skrásetning var á heimildum um kútterinn, söfnun heimilda í munnlegri geymd, söfnun ljósmynda, skrásetning á byggingarlagi kúttersins og skrásetning á heildarmynd skipsins.

Samkvæmt ofangreindu samþykkir bæjarráð fyrirliggjandi bréf til Minjastofnunar þar sem óskað er heimildar til förgunar á kútter Sigurfara.“

Kútter Sigurfari er 85 smálesta tvímastra kútter, smíðaður 1885 í Englandi og keyptur til Íslands 1897, en áður var hann gerður út frá Hull. Hann var gerður út til handfæraveiða á Faxaflóa og þótti mikið happaskip.

 

Skipið var selt til Færeyja 1920 og komst þangað eftir að hafa lent í mánaðarlöngum hrakningum á sjó milli landanna.

Frá Færeyjum var skipið gert út til 1970 en 1974 var báturinn aftur keyptur til Íslands að undirlagi Jóns M. Guðjónssonar prests á Akranesi.

 

http://localhost:8888/skagafrettir/2018/05/02/ahugavert-thrividdar-myndband-i-svona-er-astandid-i-sigurfara/

AuglýsingAuglýsing