Jóna Alla keppir á stóra sviðinu fyrir hönd FVAJóna Alla Axelsdóttir keppir fyrir hönd Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi í Söngkeppni framhaldsskólanna 2019.

Fjórar söngkonur úr FVA tóku þátt í undankeppni NFFA sem fram fór í gær í hátíðarsal FVA.

Valfríður Guðmey Haraldsdóttir, Fanney Lísa Sveinsdóttir, Aðalheiður Fríða Hákonardóttir og Jóna Alla Axelsdóttir reyndu allar fyrir sér.  Keppendur stóðu sig allar vel en í dómnefnd sátu þau Pétur Óðinsson, Ylfa Flosadóttir og Samúel Þorsteinsson.

Jóna Alla fær því tækifæri að láta ljós sitt skína á heimavelli þann 13. apríl n.k. í Bíóhöllinni á Akranesi – þar sem að Söngkeppni framhaldsskólanna mun fara fram.

Sýnt verður frá keppninni í beinni útsendingu á RÚV.

 

AuglýsingAuglýsing