Kári og Skallagrímur áttust við í Lengjubikarkeppni karla í knattspyrnu í gærkvöld í Akraneshöllinni.
Gestirnir úr Borgarnesi skoruðu fyrsta mark leiksins en Káramenn svöruðu með fimm mörkum og fögnuðu 5-1 sigri.
Margir leikmenn úr röðum ÍA eru í báðum liðum og var því um Vesturlands – og vinaslag að ræða.
ÍATV var með beina útsendingu frá leiknum og má sjá mörkin hér fyrir neðan
Kári komst með sigrinum á toppinn í sínum riðli, en bæði Reynir Sandgerði og Víðir úr Garði.þurfa að tapa stigum til að Kári klári riðillinn og komist í undanúrslit.
Mörk Kára:
Sjálfsmark ’18
Brynjar Snær ’56, ’62, ’66
Gylfi Brynjar ’90
Næsti keppnisleikur Kára verður miðvikudaginn 10.apríl klukkan 19:00, en það er heimaleikur gegn Hamri í Mjólkurbikarkeppni KSÍ.
Auglýsing
Auglýsing