Mogginn með Hilmar vitavörð á bakinuMorgunblaðið er með ítarlegt viðtal við Hilmar Sigvaldason á baksíðu blaðsins í dag.

Þar eru vitarnir á Breiðinni til umfjöllunnar og framkvæmdirnar sem eru fyrirhugaðar á svæðinu.

Hilmar hefur með dugnaði sínum komið Akranesi á kortið hjá ferðamönnum og eru vitarnir á Breiðinni helsta aðdráttaraflið.

„Aðsóknin er sífellt að aukast. Árið 2012, fyrsta sumarið sem ég var með vitann opinn komu hingað 3.200 manns og 4.000 árið á eftir. En þá var boltinn líka farinn að rúlla og í fyrra voru gestirnir um 10.000,“ segir Hilmar.

„Síðan tel ég þumalputtaregluna þá að aðeins fimmti hver sem kemur hingað á Breiðina fari upp í vitann.
Samkvæmt því koma um 50.000 manns á svæðið á ári, það finnst mér ansi gott,“ segir Hilmar í viðtalinu.

 

 

http://localhost:8888/skagafrettir/2019/03/24/skagatv-vidtal-vid-hilmar-i-tilefni-7-ara-opnunarafmaelis-akranesvita/

AuglýsingAuglýsing