Svona er staðan á nýja fimleikahúsinu við Vesturgötu



Framkvæmdir við nýtt fimleikahús við Vesturgötu á Akranesi ganga vel.

Hafist var handa við framkvæmdina í lok ágúst á síðasta ári.

Fyrirtækisins Spennt ehf. er verktakinn sem sér um framkvæmdina fyrir Akraneskaupstað.

Áætluð verklok eru í desember 2019.

Um er að ræða nýbyggingu á fimleikasal sem verður 1640 m² að stærð.

Í salnum verður steypt áhorfendastúka en rými undir henni verður síðan nýtt undir sturtur fyrir núverandi búningsklefa sem fyrir eru í þróttahúsinu. Búningsklefar í eldri byggingu íþróttahússins verða endurnýjaðir sem og einnig anddyri og kennslurými þar sem frístund Brekkubæjarskóla hefur verið starfandi. Verkið felst í jarðvinnu, uppsteypu, stálvirki í þaki, þakeiningum, lögnum, loftræstingu, raflögnum, frágangi að innan og að utan og lóðargerð umhverfis húsið.

Auglýsing



Auglýsing