Vegurinn um Kjalarnes hefur verið mikið til umfjöllunnar á undanförnum misserum á Akranesi og víðar.
Öryggismál hafa þar verið efst á baugi en lítið hefur þokast í þeim efnum.
Framúrakstur skapar mikla hættu á þessum vegkafla og dæmi um slíkt má í þessu myndbandi.
„Ég var á leiðinni frá Reykjavík vestur í Sælingsdal þegar ég mætti smá bílalest. Og þá blasti þetta við mér,“ segir Gísli Reynisson hópferðabílstjóri í samtali við DV.
Gísli náði myndbandi af ótrúlegra glannalegum framúrakstri á meðan hann var í miðjum akstri á 15 metra langri rútu.
Myndbandið segir alla söguna en atvikið á sér stað þegar 1.15 mín er liðin af myndbandinu.
Auglýsing
Auglýsing