Myndasyrpa: Sementsreiturinn úr lofti – ásýndin hefur breyst mikið



Fréttir af niðurrifi mannvirkja á Sementsreitnum njóta mikilla vinsælda og það er greinilegt að Skagamenn nær og fjær hafa áhuga á framvindu mála á þessu svæði.

Hér fyrir neðan má sjá myndasyrpu sem Michal Mogila tók á laugardaginn – og á þeim myndum sést vel hvernig ásýnd svæðisins breytist hratt með hverjum deginum sem líður.

Nýverið var hafist handa við að rífa niður hnausþykka veggi meðfram Faxabrautinni.

Veggirnir eru hluti af sandþró sem notuð var til að geyma skeljasand sem er mikilvægur hluti í sementsframleiðslu.

Svæðið sem um er að ræða er mjög stórt og verður mikil breyting á ásýnd svæðisins með þessari aðgerð.

Veggirnir sem verið er að brjóta niður liggja meðfram Faxabrautinni.

Verktakinn er Work North ehf. og er gert ráð fyrir um 40 milljóna kr. kostnaði við þetta verkefni. Þessi verktaki hefur unnið við niðurrif á mannvirkjum á Sementsreitnum á undanförnum misserum.

 

Hér er mynd sem Alexander Eiríksson tók áður en hafist var handa við að rífa mannvirkin á Sementsreitnum.

Eins og sjá má er breytingin mikil. Efnisgeymslan, sem var eitt stærsta mannvirki á Íslandi hefur verið fjarlægð, sementsstrompurinn að sjálfsögðu og einnig ofnhúsið ásamt fjölmörgum öðrum mannvirkjum.

Svona var staðan í apríl 2018. Efnisgeymslan á leiðinni niður.


Sv

Svona var staðan í apríl 2018.

Svona var staðan í apríl 2018.

Svona var staðan í apríl 2018.

Svona var staðan í apríl 2018.


Auglýsing



Auglýsing