SkagaTV: Svona var stemningin í Guðlauginni og Langasandi



Það er óhætt að segja að Guðlaugin og Langisandur hafi verið vel nýtt í dag í veðurblíðunni á Akranesi.

Frábært vorveður var á landinu í dag og fjölmargir nýttu góða veðrið til þess að baða sig í sjónum og Guðlauginni.

Skagafréttir voru á svæðinu og tóku upp þetta myndband.

Gera má ráð fyrir að nokkur hundruð gestir hafi nýtt sér Guðlaugina í dag og almenn ánægja er með aðstöðuna.

Auglýsing



Auglýsing