Þrefalt hjá Brynjari – landaði gulli með Pontus og móður sinni



Brynjar Már Ellertsson, ÍA, gerði sér lítið fyrir og varð þrefaldur Íslandsmeistari í  A-flokki á Meistaramóti Íslands í badminton um helgina.

Brynjar sigraði í einliðaleik,  í tvíliðaleik með Pontus Rydström sem er einnig úr ÍA. Í tvenndarleik fagnaði Brynjar sigri með móður sinni, Brynju Kolbrúnu Pétursdóttur.

Brynjar Már er hér til vinstri ásamt Gabríel Inga Helgasyni úr BH sem vann þrenn verðlaun í B-flokki.

A-flokkur

Einliðaleikur karla
1. Brynjar Már Ellertsson, ÍA
2. Andri Broddason, TBR

Einliðaleikur kvenna
1. Ivalu Birna Falck – Petersen, Samherja
2. Lilja Bu, TBR

Tvíliðaleikur karla
1. Brynjar Már Ellertsson og Pontus Rydström, ÍA
2. Orri Örn Árnason og Valgeir Magnússon, BH

Tvíliðaleikur kvenna
1. Anna Lilja Sigurðardóttir og Irena Ásdís Óskarsdóttir, BH
2. Hrund Guðmundsd., Hamar, og Þóra Bjarnadóttir, TBR

Tvenndarleikur
1. Brynjar Már Ellertsson og Brynja Kolbrún Pétursdóttir, ÍA
2. Gústav Nilsson og Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir, TBR

Auglýsing



Auglýsing