Góður sigur ÍA á Spáni í æfingaferð kvennaliðsins

Kvennalið ÍA í knattspyrnu hefur á undanförnum dögum dvalið á Spáni við æfingar og keppni.

ÍA lék æfingaleik gegn Lorca Femínas og landaði þar góðum 4-0 sigri.
Mörkin skoruðu þær Erna Elíasdóttir, Fríða Halldórsdóttir, Erla Karítas Jóhannesdóttir og Ólöf Sigríður Kristinsdóttir.

Fyrsti leikur ÍA í Inkasso-deild kvenna í knattspyrnu á Íslandsmótinu fer fram eftir tæplega fjórar vikur.

Leikið verður gegn FH á heimavelli, Norðurálsvellinum, föstudaginn 10. maí.