Akranesviti hefur á undanförnum árum skipað sér í fremstu röð hvað varðar upptökur á tónlist.
Hljómburðurinn í vitanum er engum líkur og hefur orðspor vitans á þessu sviði farið víða.
Nýverið var tekið upp lag í vitanum – sem er ábreiða af hinu þekkta lagi Zombie.
Máni Björgvinsson og Tara Sif fara fyrir þess verkefni.