Sjáðu stórkostlegt mark frá Oliver Stefáns


Oliver Stefánsson skoraði stórkostlegt mark í leik með U-21 árs liði Norrköping í kvöld.

Oliver, sem er fæddur árið 2002, og er því á 17. ári var fyrirliði Norrköping í þessum leik.

Markið er engu líkt eins og sjá má í þessu myndbandi hér fyrir neðan.

Oliver á ekki langt að sækja knattspyrnuhæfileikana. Faðir hans, Stefán Þórðarson, lék lengi sem atvinnumaður og þar á meðal hjá Stoke City á Englandi.

Þar sveiflaði hann vinstri fætinum eins og sonur hans gerði í kvöld – eins og og sjá má á Youtube hér fyrir neðan.