Lagt til að Strompurinn fái „minningarreit“ – íbúar geta eignast brot úr strompinum


Lagt verður til að haldin verði hugmyndasamkeppni til þess að halda uppi minningu Sementsstrompsins.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkti á síðasta fundi sínum að halda eftir hluta sementsstromps til að marka fótspor þar sem strompurinn stóð.

Ennfremur að hluti af brotum úr strompinum verði haldið til haga þ.a. íbúar geti sótt þau til minja um strompinn.

Að öðru leyti verði sett af stað hugmyndasamkeppni meðal íbúa um fótspor þess svæði sem strompurinn stóð á.