Gísli, Stefán og Tómas skrifuðu undir eiðstaf Björgunarfélags Akraness


Þrír öflugir Skagamen skrifuðu undir eiðstaf Björgunarfélags Akraness á aðalfundi félagsins sem fram fór í vikunni.

Gísli Björn Rúnarsson, Stefán Ýmir Bjarnason og Tómas Alexander Árnason teljast því fullgildir meðlimir í Björgunarfélagi Akraness.

Góð mæting var á aðalfundinn en tvær breytingar eru á stjórn félagsins.

Gísli Sigurjón Þráinsson tekur við sem formaður en Birna Björnsdóttir fráfarandi formaður gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Kristján Hagalín Björnsson hætti í stjórn félagsins á miðju síðasta tímabili. Stjórn

Björgunarfélags Akraness er þannig skipuð:

Gísli Sigurjón Þráinsson, formaður.

Sigurður Axel Axelsson, varaformaður.

Kjartan Kjartansson, gjaldkeri.

Sigurður Ingi Grétarsson, ritari.

Þórður Guðnason, meðstjórnandi.

Björn Guðmundsson, varamaður.

Ásmundur Jónsson, varamaður.