SkagaTV: „Ég er mættur“ – segir Viktor Jónsson


„Það var ógeðslega góð tilfinning að skora. Það var frábært að brjóta ísinn strax í fyrsta leik – og ég er bara mættur til þess að skora fyrir ÍA,“ segir Viktor Jónsson framherji ÍA sem skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild fyrir ÍA í dag í 3-1 sigri liðsins gegn KA í Pepsi-Maxdeildinni.

Viktor Jónsson gekk í raðir ÍA í vetur en hann var markakóngur Inkasso-deildarinnar í fyrra með Þrótti úr Reykjavík.