SkagaTV: „Ég þarf að æfa nokkur fögn í viðbót“


„Ég er gríðarlega ánægður með sigurinn. Það hefði verið gaman að fá þrjú stig en ég það bara inni að skora þrjú mörk,“ sagði Tryggvi Hrafn Haraldsson við skagafrettir.is eftir 3-1 sigur ÍA gegn KA í dag í Pepsi-Maxdeild karla í knattspyrnu.

Tryggvi skoraði fyrsta og þriðja mark ÍA í leiknum.

„Við höfum æft þessi atriði vel í vetur sem sköpuðu mörkin hjá okkur. Ég sá að varnarveggurinn var eitthvað undarlegur í aukaspyrnunni og ég lét bara vaða,“ bætti Tryggvi Hrafn við en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.