Metfjöldi klifrara fagnaði sumarkomu í Akrafjallinu


Klifuríþróttin nýtur vinsælda á Akranesi og er öflugt starf í gangi hjá Smiðjuloftinu þar sem að Klifurfélag Akraness er með aðstöðu.

Það eru margir áhugaverðir valkostir fyrir klifrara í nágrenni Akraness og þar skipar Akrafjallið stórt hlutverk.

Klifrarar fögnuðu komu sumars með árlegum klifurhittingi ÍA í Akrafjalli en Klifurfélag ÍA hefur staðið fyrir slíkum viðburði síðustu árin.

Í ár var mettþátttaka og fjölmenntu á fimmta tug klifrara á öllum aldri frá Akranesi, Reykavík og Hafnarfirði í fjallið og glímdu þar við grjót.

Hér fyrir neðan er myndasyrpa sem segir allt sem segja þarf.