Skagamenn halda áfram að gera góða hluti í keiluíþróttinni.
Matthías Leó Sigurðsson, Hlynur Atlason og Jónas Hreinn Sigurvinsson gerðu sér lítið fyrir og stóðu uppi sem Íslandsmeistarar í keppni unglingaliða.
Skagamennirnir sýndu mikla keppnishörku eftir mikið mótlæti áður en úrslitaleikurinn fór fram gegn ÍR.
ÍA sigraði ÍR 2-0 í úrslitaleiknum og fögnuð þar með stóra titlinum.