SkagaTV: Óli Þórðar er fagmaður á krananum – sjáðu nýtt hús við Guðlaugu


Nýtt hús var sett upp við Guðlaugi við Langasand í morgun. Í húsinu verður aðstaða fyrir starfsmenn og salernisaðstaða fyrir gesti.

Húsið var áður skrifstofa hjá Golfklúbbnum Leyni – en húsinu hefur verið breytt töluvert til þess að þjóna nýju hlutverki.

Starfsmenn Akraneskaupstaðar fengu ýmsa fagmenn til þess að koma húsinu á sinn stað í morgun.

Ólafur Þórðarson og Þórður Þórðarson frá ÞÞÞ voru í aðalhlutverki og komu húsinu fyrir af fagmennsku eins og sjá má í þessu myndbandi sem Skagafréttir tóku í morgun.

Húsið er á bilinu 7-8 tonn að þyngd. Flutningurinn gekk eins og í sögu eins og sjá má.

Ekki er vitað hvað verður um húsið sem nú er við Aggapall en það er í eigu einkaaðila og verður flutt á brott á næstunni.

Hjalti Sigurbjörnsson tók loftmyndina úr dróna á sama tíma.